Smá babb í bátinn....

Það var fundur í skólanum í dag og á meðan var stráknum sýndur skólinn. Á leiðinni heim spurði hann hvenær hann byrjaði í skólanum.... Það var ákveðið að það væri bara best að hann fengi heimakennslu. Hann varð rosa sár og fannst þetta ósanngjarnt.

Hann hringdi í mig grátandi. Það er voða erfitt fyrir hann að það sé verið að breyta því sem áður var sagt. Ég reyndi að útskýra fyrir honum af hverju, en þegar hann er reiður þá hlustar hann ekki.

Nú þarf að sjá til hvað hann er viljugur að gera. Ég sagði honum að ef að hann stendur sig vel að læra heima, þá væri alveg örugglega hægt að fá að fara eitthvað í skólann. Nei hann hélt ekki, það er ekkert verið að hugsa um hvað er honum fyrir bestu.. Ok, það er bara best að bíða og láta hann jafna sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komdu sæl!

Við þekkjumst ekkert, en ég sé að við eigum hérna sameiginlega vinkonu, hana Röggu.

Ég var að lesa viðtalið við þig í DV og var algjörlega orðlaus yfir því sem þið fjölskyldan þurfið að ganga í gegnum. Mig langar bara að lýsa yfir stuðningi við ykkur og vona svo innilega að eitthvað verulega rætist úr málum fyrir drenginn þinn.

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 11:41

2 identicon

Þakka þér fyrir að taka mér sem bloggvin

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

móðir
móðir
Móðir í erfiðleikum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband