Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Þessi drengur.....!!!

Hann er nú alveg ótrúlegur þessi drengur sem ég á. Hann fór í skólann á mánudaginn og ég var búin að sannfæra hann um að hann gæti alveg grætt fleiri daga ef hann hagaði sér og hvað gerði hann........?? Hann hagaði sér mjög illa og reif stólpakjaft og ætlar sko ekki að vera í þessum helv.... skóla. Einmitt, þetta var sem sagt allur áhuginn sem hann hafði fyrir skólanum, en AUÐVITAÐ var hann ekkert með áhuga á að vera í skólanum, hann VARÐ bara að hafa eitthvað til að rífast yfir....

............................ALGJÖRLEGA GEÐVEIKT.................................


Skóli:)

Eins og ég var búin að segja, þá bilaði síminn hjá stráknum og hann gat þá ekki hringt í tíma og ótíma og þá fór hann að senda sms úr tölvunni. En nú er tölvan eitthvað biluð og þá getur hann hvorki hringt né sent sms og það er bara mikill LÉTTIR..!!!

Strákurinn hringdi áðan og hann fær að fara í skólann 2 daga í viku. Hann var ekki sáttur við að fá bara 2 daga, en ég reyndi að fá hann til að gleðjast yfir þessu, því að 2 dagar eru betri en enginn og svo ef vel gengur, þá skilst mér að hann gæti unnið sér inn fleiri daga:) Maður verður að reyna að leita að því jákvæða, þó það sé oft erfitt, frekar en að horfa bara á það neikvæða...


Held að ég sé að missa vitið....

Ó guð minn góður hvað mér líður illa. Strákurinn er alveg að missa vitið og ég með honum. Ég þarf svo að geta lokað á tilfinningarnar sem ég sveiflast í þegar hann er að stjórnast með tilfinningarnar mínar, en það er svo erfitt að ég efast um að ég geti það.....

Nú er hann símalaus og getur ekki verið að hringja en hann deyr ekki ráðalaus. Nú sendir hann sms á netinu. Endalausar hótanir.

Ég finn bara hvernig ég hverf inn í mig og lokast og fer bara í sorg og vanlíðan. Mér finnst ég svo vanmáttug. Mér finnst ég eiga að geta gert eitthvað til að stráknum líði betur og brýt mig niður fyrir að geta ekki gert neitt.

Ég er bara með hnút í maganum og reyni að halda haus útávið........


Mamma komin.....

Æji það er svo gott að vera búin að fá mömmu sína, það er alveg sama hversu gamall maður er, alltaf er mamman best:)

Og þetta með mömmur, það notar strákurinn alveg óspart á mig. Hann er aftur byrjaður á hringingum og finnur alltaf eitthvað til að rífast yfir. Hann hamast á sektarkenndinni hjá mér. Mömmur eiga að .......... gera allt fyrir börnin sín og það nýjasta var að hann nennti ekki að tala við mig fyrr en ég væri búin að þroskast....!! Það jaðraði við að vera fyndið.

Þetta tekur svo á að ég er alveg ótrúlega döpur og finnst þetta svo erfitt...


Helgin......

Strákurinn kom heim um helgina og við ákváðum að fara í heimsókn útá land. Hann var voða spenntur að koma með og okkur fannst gott að fara að heiman til að reyna að brjóta upp mynstið. Það gekk alveg rosalega vel NEMA að hann fékk eitt vægt brjálæðiskast. Eða það er að segja okkur heimilisfólkinu fannst það vægt en fólkið sem við vorum hjá fékk hálfgert sjokk og við vorum spurðar hvort þetta væri búið að vera svona í þessa mánuði sem hann var heima.... þegar við sögðum að við hefðum örugglega ekki staðið upp úr sófanum ef við hefðum verið heima, því þetta væri bara vægt, fór bara hakan niðrí gólf. Við erum orðin ALLTOF vön þessum látum.

Ég verð reyndar alveg ofboðslega döpur eftir brjálæðisköstin og það er eins og öll orkan sem ég á sé sogin úr mér.

Strákurinn er með svo mikinn kvíða að það er sko ekki hægt að hann sé svona ræfillinn. Það er bara spurning hvað er hægt að gera til að hjálpa honum. Ég er að fara að hitta lækninn hans á morgun og ræða þetta við hann. Vonandi kemur eitthvað útúr því:)


Skóli...?

Strákurinn er búinn að vera svo ósáttur síðan það var ákveðið að hann færi ekki í skólann og eins og ég hef sagt hringir hann látlaust til að rífast yfir einhverju....

Um dagin vildi hann fá að tala við barnavernd um það hvernig honum liði og mér fannst það bara gott mál og hafði samband við okkar fulltrúa og bað hana að hringja í strákinn. Hún gerði það og hann talaði aðarlega um það að hann væri svo ósáttur af því að hann færi ekki í skóla eins og var búið að segja og hann væri alltaf búinn að vera í skóla og hann vildi fá að sanna sig...!! Hún féllst á að hafa samband við skólann og hún gerði það. Nú erum við að bíða eftir svari frá skólanum. Og viti menn, hann er ekkert búinn að hringja síðan og það er enginn smá léttir að hafa ekki þessi riflildi yfir sér alla daga.. ÚFF


Argggggg...........

Ég er alveg að verða brjáluð. Strákurinn hringir stöðugt með eitthvað til að rífast yfir. Ef að eitthvað málefni verður útkljáð, þá er bara næsta fundið. Stundum spyr ég mig hvort sé auðveldara að díla við hann hér heima eða í gegnum símann. Ég veit að þetta er auðveldara, ef ég hugsa það vel:) en þessi símtöl taka alla orkuna frá mér.

Hann er gjörsamlega að kafna úr stjórnsemi...!!

Mikið væri ég til í að vera bara björn og geta lagst í hýði..... Það yrði dásamlegt:)


Höfundur

móðir
móðir
Móðir í erfiðleikum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband