Mamma:)

Ég er búin að vera svo andlaus að ég hef bara ekki haft mig í það að skrifa.

En núna var ég að fá svo góðar fréttir. Mamma sem býr erlendis ætlar að koma heim og létta undir á heimilinu. Ég get varla beðið. Ég er svo hryllilega þreytt að ég hef mig bara ekki í að gera neitt.

Ég ætlaði að nota síðustu viku í að hvíla mig og gera ekkert, en þá var ég beðin um að vinna og auðvitað sagði ég já, það er voða gott að fara út að vinna og hugsa bara um vinnuna:) Í raun og veru er hvíld í því. Það er ekki hægt að hugsa eins mikið.

Ég er alltaf svo kvíðin yfir að eitthvað komi uppá, annaðhvort að strákurinn farið í mótþróa og strjúki eða að fólkið gefist upp. Ég er með hnút í maganum alla daga, allan daginn... Ekki gott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

en frábærar fréttir. Álagið á þér er allt of mikið ! Reyndu að einbeita þér að einhverskonar slökun, þó það sé ekki nema smástund daglega. Það munar svo miklu fyrir mann.

Ragnheiður , 27.2.2011 kl. 07:12

2 Smámynd: móðir

Já það er rétt. Ég þarf að reyna að gera það:)

móðir, 27.2.2011 kl. 14:33

3 identicon

Já, það er aldeilis gott að heyra Vonandi að þú getir eitthvað tekið því rólega.

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

móðir
móðir
Móðir í erfiðleikum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband