Miðvikudagur, 16. febrúar 2011
Varnarmúr..........
Ég er búin að vera svo lengi í basli með veikindi stráksins að ég er komin með hættulega háan varnarmúr, að ég held. Það kom blaðakona hér í gær og tók við mig viðtal og mér fannst það ekkert mál, var samt pínu stressuð. Svo hringdi hún í mig til að lesa fyrir mig greinina áður en hún fór í prentun og ég hlustaði og táraðist. Mér fannst þessi saga alveg hrikalega sorgleg og ég fann mikið til með móður þessa drengs.....
Einmitt, múrinn er orðin svo hár að ég er farin að skilja mig frá mér.... Hljómar nú ekki vel.
Eitt finnst mér svoldið furðulegt. Barnavernd hringdi síðasta föstudag til að segja að hann gæti farið í sveitina og svo er bara ekkert spáð meira í það. Það er ekkert verið að spá í rústirnar sem eru eftir á heimilinu. Og þá er ég ekki að tala um veraldlegu hlutina. Mér finnst það ekki góð vinnubrögð.
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- MODY Önnur tegund sykursýki
- Dropinn Styrktarfélag barna með sykursýki
- Barnageð Félag foreldra og áhugafólks um geðraskanir barna og unglinga
- Umsjónarfélag einhverfra
- Tourette samtökin á íslandi
- Greiningarstöð ríkisins
- Vinun Fyrirtæki sem hjálpar:)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
nei það gleymist að hugsa um þá sem eftir eru heima. Það þekki ég vel af gamalli reynslu. Það vantar svona heildstæða meðferð og aðstoð. Þeir þurfa líka að hlusta á okkur, sem höfum verið í erfiðum sporum og höfum notað þessa hálfkáksþjónustu.
Knús á þig mín kæra.
Það er alveg satt, það má finna til með þessari móður sem viðtalið var við.
Ragnheiður , 16.2.2011 kl. 20:00
Það er spurning að fara að safna þessu fólki saman sem er búið að vera í erfiðum sporum og þurfa að stóla á kerfið og koma þeim í vinnu hjá féló og barnavernd:) Við þyrftum ekki að fara í skóla, því að við vitum hvernig er að vera í þessum sporum..
móðir, 16.2.2011 kl. 21:05
já nákvæmlega, það þyrfti að gera það.
Ragnheiður , 16.2.2011 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.