Snúllan....

Stelpan kom heim úr skólanum í dag, ferlega pirruð og hálf grátandi. Við reyndum að tala við hana og fá að vita hvað væri eiginlega að. Hún fór strunsandi inn í herbergi og skellti á eftir sér. Kom svo fram grátandi og var viss um að hún væri búin að breytast í bróður sinn. OK.... Málið var að hún fékk ekki frið í skólanum í dag, allir að stríða henni fyrir að eiga svona bróður..... Sem væri að segja allskonar hluti og væri búinn að vera með hníf..Ræfilstuskan litla.... Við spurðum hana hvað við gætum gert og urðum ásáttar um það að við mundum tala við kennarann hennar og fá hana til að tala við krakkana.

Ég er svo orkulaus að ég hef mig varla í að gera neitt. Er bara alveg að leka niður og hlakka svo til að það komi kvöld og ég geti bara farið að sofa....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

en hvað það er leiðinlegt að heyra.
Haltu áfram að reyna að vera sterk, ég hugsa mikið til ykkar eftir að ég las þetta blogg og held áfram að fylgjast með og vona það besta :)

Helga Guðrún (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 10:57

2 identicon

Ég sá viðtalið við þig í DV í morgun, til hamingju með það duglega móðir. Ef að eitthvað hreyfir við kerfinu er það opinber umfjöllun. Þetta er ótrúleg barátta sem þú hefur þurft að ganga í gegnum og kerfið hefur alveg brugðist fjölskyldunni. Ég tek eftir því líka í blogginu þínu að þú er vel máli farin, tek alltaf eftir slíku, enda sjálf íslenskuaðdáandi. En hvað um það gangi ykkur sem allra best, vonandi fer að birta til.

ingibjörg kr. einarsdóttir (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 11:42

3 Smámynd: Ragnhildur Gunnarsdóttir

Ég finn til með stelpunni þinni, það er oft erfitt að vera systkini barna með fötlun. Frábært hjá þér að blogga um þessi mál því ég er viss um að það geti hjálpað þér í gegnum erfileikana. Ég er nýbyrjuð að blogga og ég mun vilja fylgjast með hvernig gangi hjá þér. Hugsa til þín og vona að þið fáið alla þá hjálp sem hægt er.

Ragnhildur Gunnarsdóttir, 16.2.2011 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

móðir
móðir
Móðir í erfiðleikum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband