Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Læknisheimsókn.

Ég fór og hitti lækni stráksins fyrir 2.vikum og við vitum varla hvað er hægt að gera. Við erum bæði hrædd við það hvernig hann tekst á við næstu mánuði. Það var ákveðið að taka út lyf og setja annað í staðin sem á að minnka með kækina og skapsveiflurnar.

Og þá er bara að vona að það hjálpi eitthvað til:)


Uppákoma.....

Ég lenti í leiðinlegri uppákomu með strákinn á föstudaginn. Hann kom í bæinn og ég sótti hann. Hann var búinn að mæla sér mót við einhvern strák og ég vildi ekki bíða. Hann brjálaðist og gargaði og sparkaði ruslatunnu langa leið. Ég sagði honum að ég ætlaði að fara og hann réði hvort að hann kæmi með. Hann stóð fyrir utan bílinn og allt í einu fór hann að garga á tvo menn "hvað eruð þið að horfa á mig" svo rauk hann og réðist að öðrum manninum og ég á eftir honum. Ég náði að stoppa hann og fá hann með mér útí bíl og hann gerði sér lítið fyrir og hrækti á annan manninn á leiðinni út. Guð minn góður hvað mér fannst þetta erfitt, ég var farin að skjálfa. Mennirnir eltu okkur og kölluðu á eftir mér að ég ætti að fara með strákinn til geðlæknis hann væri greinilega eitthvað GEÐVEIKUR..... Hmmmmm jesú minn hvað ég varð reið, það kom allur tilfinningaskalinn. Ég gjörsamlega missti mig og argaði á mennina á móti að já hann væri búinn að vera á geðdeild og hefði verið útskrifaður og ekki af því að við hefðum viljað það og ef þeir hefðu eitthvað við það að segja þá gætu þeir haft samband við landspítalann...!! Svo strunsaði ég í burtu skjálfandi og langaði mest að fara bara að grenja.... En að sjálfsögðu leyfði ég mér það ekki.....

Lögregluskýrsla......

Strákurinn var borðaður í skýrslutöku vegna þjófnaðar í síðustu viku og ég sem foreldri var boðið að vera viðstatt. Ég er nokkrum sinnum búin að fara með honum í svona "skemmtilegheit" og þar sem hann er orðinn 15.ára, þá fer þetta á sakaskrá. Ég ákvað að gera honum það ekki til geðs að mæta og lét hann vita að ég væri hætt að standa í þessu með honum. Ef að hann ætlar að velja að vera þjófur, þá verður hann bara að díla við þetta sjálfur. Og hana nú.....

Ég á bara ekki til meiri orku..

Ekki það að sjálfsgagnrýnandinn sé búinn að láta mig í friði, hann er alveg búinn að láta mig heyra að ég sé nú ekki að standa mig nógu vel....

Æji þetta er alveg ferlega erfitt..................................


Höfundur

móðir
móðir
Móðir í erfiðleikum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband