Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011
Fimmtudagur, 13. janúar 2011
4ra til 6 ára
Leikskólinn var ekki auðveldur, hann þoldi lítið áreiti og þoldi t.d ekki ef einhver var of nálægt eða einhver rakst utaní hann, það var ákveðið að hann þyrfti stuðning. Hann fékk mjög góða konu í stuðning og var hann látin klæða sig á undan hinum til að koma í veg fyrir að eitthvert barnanna rækist í hann og hann var mikið tekin úr hópnum, sem hentaði honum mjög vel.
Sumt er mér mjög ofarlega í minni, eitt var þegar íþróttaálfurinn varð til og hann fékk það sem var kallað þá, æði fyrir honum. Hann var allann sinn vökutíma standandi og labbandi á höndum, hvort sem hann var í matartíma í leikskólanum eða með mér í búðinni. Eða þegar hann fékk "æði" fyrir að búa til skutlur, bjó hann til skutlur endalaust og ef að blöðin kláruðust ,sem var stundum (því hann var svo öflugur) þá reif hann bækur til að geta haldið áfram og þegar blaðsíðurnar voru búnar, þá reyndi hann við bókakápurnar, svoldið erfitt sérstaklega Disney bókakápurnar:)
Þetta svokallaða "æði" fyrir hlutum var svo greint í þráhyggju og árátturöskun....
Þegar hann var rétt rúmlega 4ra ára, þá fór ég að taka eftir að hann fór að herma eftir fólki, ef t.d einhver saug uppí nefið.... Þau saug hann svo mikið og harkalega uppí nefið að hann var með stanslausar blóðnasir. Svo var með mikið augnblikk og yppti stöðugt öxlum. Það var ákveðið að senda okkur til læknis sem er sérhæfður í heila og taugasjúkdómum barna. Við fórum og það var víst mjög auðvelt fyrir hann að sjá það að strákurinn væri með Tourette og ég hugsði, hvað næst.... Nú hlýtur þetta að vera orðið gott...
En nei ekki alveg....rúmlega 5.ára bættist við mótþróarþrjóskuröskun.... já svoldið langt orð... ég var örugglega ár að muna þetta orð.
Þessi tími var mjög erfiður og þó að ég vissi margt áður en greiningarnar komu, þá var það alltaf jafn mikið áfall, að það væri til orð yfir alla hans hegðun.
Þetta ár eignaðist ég stelpu sem hann dýrkaði og dáði og það mátti ekki heyrast í henni, þá var hann stokkin til og kallaði að ég þyrfti að fara til hennar. Engin afbrýðisemi og hann var bara góður við hana.
Auðvitað er þetta bara smá ogggggulítið brot. Annars gæti ég örugglega skrifað bók í mörgum bindum.
Bloggar | Breytt 16.1.2011 kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 12. janúar 2011
2ja til 4ra ára.....
Svo byrjaði strákurinn á leikskóla. Starfsfólkinu fannst hann mjög virkur og fór fljótlega að tala um það, hvort hann væri ofvirkur... hmmm ég var ekkert voða glöð og sagði að það væri nú örugglega bara allir sterarnir sem hann væri búinn að fá.... Þegar hann var 3ja ára var ekki hægt að horfa framhjá þessu lengur og var fenginn sálfræðingur hjá leikskólanum til að greina drenginn. Hann var semsagt forgreindur:) skemmtilegt orð.. Og þá var mér sagt að ég þyrfti að panta tíma hjá barnalækni sem sér um greiningar og hjálpi mér allir.... það var nú ekki auðvelt, því að það var ekki hægt að fá tíma nema barnið væri búið að fara í greiningar hjá barnalækni.... Svoldið öfugsnúið. Halló.. það er ekki hægt að fá greininguna nema hjá barnalækninum en ekki hægt að fá tíma nema vera með greininguna. Ég endaði með að hringja í lækninn sem var búinn að sjá um hann fyrstu 2.árin og hann þekkti lækni og kom okkur inn. Það var sem sagt ekki nóg að vera móðir barnsins, heldur þurfti klíku.
Við fórum einu sinni og hún vísaði honum strax á barnageðlækni og ég man að ég hugsaði, jæja það á bara að gera þetta almennilega og láta þá bestu sinna honum, en í dag þegar ég horfi til baka þá sé ég að hann var ekkert bara smá ofvirkur eða með smá athyglisbrest, það var eitthvað meira að.
Hann fór í mikla greiningu og mörg próf, ég vissi á þessum tíma alveg að það væri eitthvað að en guð minn góður, það var samt ekkert auðveldara að fá greininguna.......
Tæplega 4ra ára og kominn með fyrstu greininguna, mjög ofvirkur, með mikinn athyglisbrest og mjög hvatvís"það þurfti að vakta hann svo hann færi sér ekki að voða" og grunur var um að hann væri með þráhyggju og árátturöskun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 11. janúar 2011
Byrjunin......
Þessi saga byrjaði fyrir 15.árum að sjálfsögðu með getnaði:) og meðgöngu. Meðgangan gekk frekar erfiðlega með því að ég fór af stað þegar ég var komin 28.vikur. Ég var lögð inn og var stoppuð og fékk stera til að halda barninu á sínum stað. Þegar ég var komin 34.vikur var barnið hætt að stækka og ég sprautuð með sterum til að flýta fyrir lungnaþroska barnsins og svo fæddist lítill drengur tæpir 8 merkur. Við vorum á spítalanum í 3 vikur. Við fórum heim með orðum læknisins að hann hefði aldrei útskrifað jafn lítið og sprækt barn áður.
Fyrstu 2 árin var ég stöðugt með strákinn inná spítala þar sem hann var stöðugt veikur og þurfti hann að vera á sterum í æð, vegna astma og stanslausrar barkabólgu. Þá var ákveðið að prufa að taka nefkirtla til að freista þess að hann mundi lagast og jibbí.... Það gekk eftir og ég hugsaði með mér, loksins, nú er þetta komið og við farið að hafa það náðugt:) Strákurinn var mjög virkur og var mér sagt að hann gæti nú róast, þar sem sterar æsa krakka upp....
En ballið var bara rétt að byrja..............
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 10. janúar 2011
Að eiga veikt barn..
Bloggar | Breytt 11.1.2011 kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- MODY Önnur tegund sykursýki
- Dropinn Styrktarfélag barna með sykursýki
- Barnageð Félag foreldra og áhugafólks um geðraskanir barna og unglinga
- Umsjónarfélag einhverfra
- Tourette samtökin á íslandi
- Greiningarstöð ríkisins
- Vinun Fyrirtæki sem hjálpar:)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar