Lögregluskýrsla......

Strákurinn var borðaður í skýrslutöku vegna þjófnaðar í síðustu viku og ég sem foreldri var boðið að vera viðstatt. Ég er nokkrum sinnum búin að fara með honum í svona "skemmtilegheit" og þar sem hann er orðinn 15.ára, þá fer þetta á sakaskrá. Ég ákvað að gera honum það ekki til geðs að mæta og lét hann vita að ég væri hætt að standa í þessu með honum. Ef að hann ætlar að velja að vera þjófur, þá verður hann bara að díla við þetta sjálfur. Og hana nú.....

Ég á bara ekki til meiri orku..

Ekki það að sjálfsgagnrýnandinn sé búinn að láta mig í friði, hann er alveg búinn að láta mig heyra að ég sé nú ekki að standa mig nógu vel....

Æji þetta er alveg ferlega erfitt..................................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

þekki vel þennan sjálfsgagnrýnanda, hann er enn með mér í för og á ég orðið bara uppkomin börn. Mér finnst þú gera rétt þarna, láta hann skilja að sumar leiðir fer hann þá einn en mamma tilbúin með honum réttu leiðirnar :)

Ragnheiður , 4.4.2011 kl. 23:53

2 identicon

Kæra vinkona!

Sammála Röggu. Þú gerir rétt í að láta hann einan díla við það sem hann gerir rangt - en ert svo aftur á móti fyrsta manneskja að styðja hann í því sem hann gerir rétt.

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 13:25

3 Smámynd: móðir

Æji takk fyrir þetta:)

móðir, 5.4.2011 kl. 13:33

4 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Já  ég er líka  sammála Röggu.

Mér finnst þú duglega móðir.

Gangi þér sem best.

Valdís Skúladóttir, 7.4.2011 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

móðir
móðir
Móðir í erfiðleikum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband