Sunnudagur, 13. febrúar 2011
Gærdagurinn...
Ég sagði stráknum á föstudag að allt væri tilbúið og hann gæti farið á sunnudag í sveitina. Hann fór strax að pakka niður og þegar hann vaknaði á laugardag, var hann svo stressaður og algjörlega að fara á límingunum. Rétt eftir hádegi spurði hann mig hvort ég gæti ekki bara hringt í fólkið og spurt hvort hann mætti ekki bara koma í dag... Hann sagði: ÉG GET BARA EKKI BEÐIÐ LENGUR. Hmmm.. Ég ákvað að hringja og það var bara ekkert mál. Ég held að við höfum lagt af stað korteri seinna, það var varla að hann gæfi mér tíma til að fara í skóna....
Ég skildi hann mjög vel, ég veit að það er ekki gott að vita ekki hvert og hvenær maður á að fara eitthvert... Að vera í svona óvissu er ekki gott og hvað þá í 3.1/2 mánuð.
Við lögðum af stað og strákurinn sló inn bæinn í gps tækið og hann var með það í fanginu alla leiðina og taldi niður mínúturnar þangað til við kæmum á staðinn.
Ég var þvílíkt stressuð alla leiðina, hvernig mundi okkur lítast á fólkið... En það var alveg óþarfi, því að okkur fannst þau með mjög góða nærveru og hann var bara mjög sáttur.
Hann vildi fljótlega að ég færi, því að það átti eftir að vinna dagsverkin og hann gat ekki beðið eftir því að fara í útihúsin að skoða og vinna:) Hann gjörsamlega elskar að vinna sveitaverk og að moka skít er hans uppáhald. Það minnir mig á þegar Siggi Sigurjóns í Dalalíf var að moka skít og sagði I love it... Það gæti verið minn strákur:)
Svo kom ég heim og var eitthvað eirðarlaus. Prjónaði og horði á sjónvarpið. Var stöðugt með hugan við það hvernig hann hefði það, hvort það væri allt í lagi. Hvernig honum liði. Hvað hann væri að gera. Æji hvað mér fannst tómlegt að hann væri ekki heima.
Þá er bara að harka af sér og hugsa hvað sé honum fyrir bestu.. ÚFF
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- MODY Önnur tegund sykursýki
- Dropinn Styrktarfélag barna með sykursýki
- Barnageð Félag foreldra og áhugafólks um geðraskanir barna og unglinga
- Umsjónarfélag einhverfra
- Tourette samtökin á íslandi
- Greiningarstöð ríkisins
- Vinun Fyrirtæki sem hjálpar:)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.