Orðlaus......

Nú er ég algjörlega orðlaus. Eins og ég sagði í gær þá sendi ég frekar harðorðað bréf í gær. Hvaða svör hef ég fengið..... Bíddu við, já ég er búin að fá 1.email og það var EKKI frá barnavernd...... Og það hefur ENGINN hringt... Ég veit satt að segja ekki alveg hvað er í gangi.....

Kannski er það eina sem dugar að vera sjáanlegur, mér finnst það bara fáránlegt að þurfa að fara í fjölmiðla og vera "hálf" dónalegur og frekur til að þetta gangi hraðar. Það er alltaf eitthvað sem er eftir að gera. Mér finnst eins og þetta sé fyrsta málið sem barnavernd vinnur, því að það er alltaf, ÚPS það á eftir að gera..... eða ÚPS þið eigið að.....

Strákurinn er alveg að fara á límingunum yfir biðinni. Kvíðinn magnast með hverjum deginum. Það má orðið ekki tala við hann, það er allt áreiti og hann hreytir í mann í nánast hverri setningu. Hann er orðinn lystalítill og alltaf óglatt.

Hann spyr oft á dag hvort að barnaverndarfulltrúinn sé búin að hafa samband til að segja okkur hvenær hann getur farið. Og verður pirraðari í hvert skiptið sem ég segi nei......

Stelpan er farin að eiga erfiðara með að læra fyrir skólann, er kominn með svo mikinn kvíða að hún er bara alveg útá þekju...... Orðin vælin og allt ómögulegt...

Ég er orðin öll undirlögð af vöðvabólgu að ég sofna og vakna með höfuðverk. Ég er líka orðin lystalítil og stöðugt óglatt.

Ég veit orðið ekki hvernig við endum ef að biðin dregst mikið lengur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég segi "farðu með þetta til fjölmiðla". ég er búin að vera lesa þetta í tímaröð og ég get í hreinskilni sagt að ég skil ekki hvernig þú getur haldið þér svona sterkri og haldið áfram að ganga á eftir einhverri lausn. Þetta getur ekki verið létt líf og ég finn mikið til með þér, dóttur þinni og stráknum.

Helga (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 15:33

2 Smámynd: móðir

Ég mun fara með þetta í fjölmiðla ef að þetta dregst framyfir helgina. Því að við erum svo gjörsamlega búin. Ég veit satt að segja ekki alveg hvaðan öll orkan kemur, það virðist alltaf koma smá aukaorka þegar ég er búin með mína.... Það er svo bara spurning hvort að ég sé að stela henni einhverstaðar frá og hrynji svo kannski bara þegar þetta gengur loksins...

móðir, 10.2.2011 kl. 19:30

3 identicon

Ég held áfram að fylgjast með þér og greinilega margir aðrir samanber heimsóknir á síðuna þína. Mér finnst vera kominn tími til að fjölmiðlar fái að fjalla um þetta mál. Það er líka hægt að koma þar fram nafnlaust ef fólk kýs, bæði í sjónvarpi og blöðum. Það er svo skrýtið að eftir fjölmiðlaumfjöllun þá fara hlutirnir að gerast. Bestu baráttukveðjur.

ingibjörg kr. einarsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2011 kl. 17:39

4 Smámynd: móðir

Takk,takk:)

móðir, 11.2.2011 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

móðir
móðir
Móðir í erfiðleikum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband