Sunnudagur, 6. febrúar 2011
Það sem ég er búin að gera......
Ég sendi bréf á heilbrigðisráðherra og hann svaraði því EKKI.
Ég sendi landlækni bréf og hann svaraði en hann sagðist ekki geta skipt sér af innlögnum á B.U.G.L.
Ég sendi bréf á æðstu menn barnaverndarstofu.
Það var haft samband við umboðsmann barna og hann getur ekki beitt sér í stökum málum.
Það var haft samband við þingmenn og þeir ætluðu að koma þessu lengra.
Þetta var í nóvember og samt sitjum við enn heima og bíðum.....
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- MODY Önnur tegund sykursýki
- Dropinn Styrktarfélag barna með sykursýki
- Barnageð Félag foreldra og áhugafólks um geðraskanir barna og unglinga
- Umsjónarfélag einhverfra
- Tourette samtökin á íslandi
- Greiningarstöð ríkisins
- Vinun Fyrirtæki sem hjálpar:)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Haltu áfram með bréfin, í hverri viku. Það gengur ekki að engin hjálp fáist.
Kær kveðja til þín
Ragnheiður , 6.2.2011 kl. 03:09
Sæl, hefurðu haft samband við Sjónarhól? http://www.sjonarholl.net/default.asp?sid_id=24665&tre_rod=008|&tId=1
Gangi þér vel í baráttunni
Guðlaug (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 11:26
Ég dáist að þér og þrautseigju þinni, ég þekki það sjálf hvernig það er að berjast fyrir úrræðum fyrir unglinga með geðraskanir. Ekki gefast upp, strákurinn þinn á skilið að fá þá hjálp sem hann þarf á að halda og ég vona að það takist á endanum (og sem allra fyrst) og hann fái að njóta sín og blómstra á sínum sviðum. Hann er ótrúlega heppinn að eiga þig fyrir mömmu. Gangi ykkur ævinlega vel :)
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 13:56
Sæl.
Ég heiti Hanna og er blaðamaður á DV. Ég hefði mikinn áhuga á að fá að ræða við þig um þessa baráttu þína við kerfið.
Endilega hafðu samband við mig í síma 512-7038 eða 692-1210.
Þú getur líka sent mér póst á hanna@dv.is
Kveðja
Hanna
Hanna Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 14:11
Ég skil svo vel hvað þú ert að ganga í gegnum. Málið fór reyndar af stað hjá mínum þegar ég var búin að senda mail á yfirmenn Barnaverndar, félagsmálaráðherra og Bugl. Þú ert rosalega dugleg og haltu því áfram því eins og þú veist þá gerir þetta enginn fyrir okkur, og það þarf stannslaust að vera að til að fá viðeigandi úrræði. Fáránlegt að þurfa berjast endalaust til að fá aðstoð fyrir barnið sitt. Ég vona innilega að honum líði betur í sveitinni.
Kær kveðja til þín, Olla.
Olla (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 18:14
Takk fyrir svörin. Þó að ég viti að það séu margir sem hafi verið í svona vandræðum, þá er gott að heyra að einhverjir fái hjálp.
móðir, 6.2.2011 kl. 21:31
hörð barátta í þessum efnum hér á landi , hef verið að standa í þessu með bróðir minn og kerfið stendur bara með honum , það á að býða eftir að eitthvað stórt gerist
systir (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.