Laugardagur, 5. febrúar 2011
Skólafundur
Á mánudag voru öll gögnin send til barnaverndarstofu. Þá þarf að búa til samning. Á meðan bíðum við. Mér var sagt að það yrði fundur í skólanum sem strákurinn á að fara í á fimmtudag og þá á samningurinn að vera tilbúinn, þannig að það verður hægt að fara með samninginn til undirskriftar til hjónanna í sveitinni. Ef samningurinn er í lagi og þau skrifa undir, þá gæti ég farið með strákinn á sunnudag. Barnaverndarfulltrúinn sagði við mig: ég vona að ég hafi munað eftir öllu sem á að vera í þessum samning, þessi kona er búin að vinna við þetta í áratugi og mér finnst að hún ætti að vera búin að vinna að nógu mörgum samningum til að hafa þetta rétt..!!
Ég hef ekki verið sátt við þessa konu og finnst hún ekki vinna nógu hratt og ekki skilja erfiðleikana sem við glímum við á hverjum degi, þó að hún vilji ekki fá hann á skrifstofuna til sín, af því að hún er hrædd við hann. Ég er búin að biðja um að fá annan félagsráðgjafa en það er bara sagt NEI.
Á miðvikudag sagði barnaverndarfulltrúin að samningurinn væri tilbúinn en... lögræðingar barnaverndar og barnaverndarstofu ættu eftir að hittast, þannig að hún gæti ekki tekið samninginn með sér á fimmtudeginum og þar að leiðandi gæti hann ekki farið næsta sunnudag. Kannski er ég bara frek, en mér finnst að lögfræðingarnir ættu að geta fundið tíma eða vinna lengur til að klára þetta.
Ég er svo gjörsamlega búin með orkuna.
Fimmtudagurinn kom og ég talaði við konuna í sveitinni og hún sagði mér að fundinum í skólanum hefði verið frestað.... Einmitt... Og það væri ekki búið að ákveða nýjann fund... Og þá lengist tíminn sem við þurfum að bíða..
Ég var búin að taka loforð af barnaverndarfulltrúanum að hafa samband við mig ef að eitthvað breyttist. Hún hafði ekki samband til að láta mig vita að fundinum hefði verið frestað...!!!
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- MODY Önnur tegund sykursýki
- Dropinn Styrktarfélag barna með sykursýki
- Barnageð Félag foreldra og áhugafólks um geðraskanir barna og unglinga
- Umsjónarfélag einhverfra
- Tourette samtökin á íslandi
- Greiningarstöð ríkisins
- Vinun Fyrirtæki sem hjálpar:)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég á bara ekki til eitt einasta orð yfir þessari meðferð á drengnum þínum og ykkur fjölskyldunni!
Mikið finn ég til með ykkur og vonandi fara þau að drullast til að sinna vinnu sinni og það STRAX! þetta pakk fær laun fyrir það!
Fyrirgefðu orðbragðið, en mikið getur maður orðið reiður yfir því að sjá hvernig hægt er að koma fram við fárveikt fólk og aðstandendur.
Knús.
Sigga (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 00:49
Mér finnst það nú ansi gróft að tala um starfsmenn barnaverndar sem pakk!
Umrædd kona er væntanlega með mörg önnur mál á sinni könnu og ekki getur hún búið til úrræði sem ekki eru til. Hún stjórnar ekki innlögnum á BUGL eða býr til aukapláss á meðferðarheimili. Ég er ekki að gera lítið úr því hvað það getur verið erfitt að vera með alvarlega veikt barn á heimili, en barnavernd gerði ekki barnið eins og það er.
Það væri ekki hægt að borga mér nógu mikið til að vinna fyrir barnaverndarmál og hafa brjálaða foreldra yfir mér alla daga. Þetta er örugglega ekki þakklátt starf og án efa ekki vel borgað heldur!
Anna (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 01:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.