Fimmtudagur, 3. febrúar 2011
Eitthvað að gerast....??
Viku seinna var tók sveitaheimilið ákvörðun um taka að sér þetta verkefni. Frábært...!! Mér var sagt að ég gæti sagt stráknum frá því. Hann var mjög kvíðinn fyrir að fara en enn verra fannst honum að þurfa að bíða. Hann var alveg að fara á límingunum, var svo ör og stressaður, hann var upp um allt, uppí gluggakistum og eldhúsbekkjum. Hann fór að eiga erfiðara með svefn og fékk martraðir. Það var tekin ákvörðun að minnka liðsmennina úr 10.tímum á dag í 4. Af hverju, strákurinn var orðinn pirraður á þessu, strákarnir sem sáu um þetta áttu erfiðari með að höndla hann og svo að sjálfsögðu kostaði þetta of mikla peninga.
Nú þurfti barnavernd í okkar sveitafélagi að fá pappíra frá barnavernd í því sveitafélagi sem sveitin var og þeir pappírar þurftu svo að fara til barnaverndarstofu. Það tók 6.daga að fá pappírana..!! Er pósturinn eitthvað búinn að draga saman í kreppunni..?? Þá þurfti barnavernd að skrifa greinagerð með þessum pappírum og það var að sjálfsögðu ekki búið að gera það á meðan verið var að bíða eftir pappírunum... Það tók 3.daga að gera það. Barnaverndarfulltrúinn hringdi í mig og sagði að ég og strákurinn þyrftum að skrifa undir pappírana, því hún þyrfti að senda það með niðrá barnaverndarstofu. Hún vildi að ég kæmi og næði í pappírana og færi með þá heim og léti hann skrifa undir og skrifaði sjálf og svo átti ég að koma strax aftur með pappírana. Ég er orðin svo dofin að ég sagði bara já.... Vinkona mín spurði mig hvaða bull þetta væri... Af hverju ég færi ekki bara með strákinn og við skrifuðum undir hjá barnavernd. Auðvitað var það miklu einfaldara. Ég hringdi og sagði félagsráðgjafanum það. Hún fór alveg í flækju og spurði hvort ég héldi að hann yrði brjálaður hjá sér... Einmitt, hún var hrædd við strákinn "hún vann á skrifstofu með fullt af öðru fólki sem mundi hjálpa henni ef illa færi" en það var ekkert mál að ég væri með hann heima eins og tifandi tímasprengja. Við fórum og strákurinn var bara rólegur en lét hana aðeins heyra það, að hann væri ekki glaður að þurfa að bíða svona og að hún væri allt of lengi að vinna. Ég sá á henni að hún var stressuð. Þá var loksins hægt að senda þessa pappíra til barnaverndarstofu. Þetta var á föstudag.
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- MODY Önnur tegund sykursýki
- Dropinn Styrktarfélag barna með sykursýki
- Barnageð Félag foreldra og áhugafólks um geðraskanir barna og unglinga
- Umsjónarfélag einhverfra
- Tourette samtökin á íslandi
- Greiningarstöð ríkisins
- Vinun Fyrirtæki sem hjálpar:)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.