Miðvikudagur, 2. febrúar 2011
HNÍFURINN
Hann var í 4.daga hjá pabba sínum og kom mjög hróðugur heim og sýndi okkur hníf sem pabbi hans hafði gefið honum, hann var alveg að springa úr gleði, þetta var nefnilega hnífur sem skaust upp og hann gat haft hann í vasanum... Einmitt......... Mér finnst krakkar almennt ekki eiga að vera með hníf og hvað þá hann sem gat misst stjórn á sér á 1.sek... Við töluðum við strákinn og sögðum honum að að hann yrði að láta okkur fá hnífinn, að við þyrftum að geyma hnífinn fyrir hann. Hann hélt nú ekki..... Pabbi hans gaf honum hann og hann mátti bara alveg vera með hann.
Ég hringdi í pabba hans til að spyrja hvort hann hefði gefið honum hníf "mér fannst það svo skrýtið og ég var eiginlega viss um að hann hefði stolið honum" En nei hann GAF honum hnífinn og fannst bara ekkert að því...
Heilinn fór alveg á yfirsnúning til að finna aðferð til að ná af stráknum hnífnum. Hvaða aðferð mundi virka best núna....? Það fer alltaf eftir því hvernig hann er stemmdur hvaða aðferð virkar..
Ég bað hann að láta mig fá hnífinn og NEI, hann gjörsamlega brjálaðist. Hann gekk um íbúðina og braut allt og skemmdi og rauk svo út. Úff, ég hugsði bara að vonaði að hann myndi ekki brjálast við einhvern úti.
Ég fann hann niðrí geymslu eftir svolitla stund og hann var bara búinn að breiða út ferðabedda og ætlaði bara að búa þar, það sem hann mætti ekki vera með hníf heima hjá okkur.... Einmitt.. Ég reyndi að tala við hann og reyndi að kveikja á skynseminni hjá honum, það rofaði ekki einu sinni á henni. Honum fannst bara EKKERT að því að hann gengi um með hníf í vasanum. Ég sagði honum að þessi hegðun væri ekki í boði. Hann gjörsamlega snappaði og rauk út úr geymslunni, kom svo aftur með hnífinn í hendinni og guð minn góður, ég varð hrædd við hann og læsti mig inn í geymslunni. Strákurinn bara sparkaði í hurðina þar til að hún gaf sig. Þegar hún brotnaði hljóp hann í burtu og ég fór upp í íbúð. Þegar ég kom upp stóð stelpan alveg stjörf og frosin. Hvað var....? Strákurinn tók kjöthnífinn minn úr skúffunni og rauk út. Ég fór út og hann alveg argandi brjálaður fyrir utan blokkina og margir nágrannar komnir út, alveg í sjokki.
Við hringdum á lögregluna til að fá hjálp. Það kom einn lögreglumaður og reyndi að tala við strákinn en hann varð bara reiðari og fór að úthúða lögreglunni og tók svo grjót og fór að grýta hann og lögreglumaðurinn snéri sér undan og talaði í talstöðina og þá komu 10.lögreglumenn á sekúndunni, þá voru þeir í leyni án þess að við vissum. Strákurinn trylltist og hljóp í burtu og þeir skiptu sér og náðu að umkringja hann, þurftu að skella honum í jörðina og handjárna hann. Hann var svo fluttur í fangageymslu lögreglunnar alblóðugur og brjálaður..!!
Þrír lögreglumenn urðu eftir til að taka skýrslu af okkur og tjóninu sem hann olli. Hann braut útidyrahurðina inn í íbúðina, geymsluhurðina okkar, sameignarhurð og bárujárn sem er utaná blokkinni og þá er ég bara að telja upp stóru hlutina.
Ég sagði lögreglunni að ég treysti mér ekki til að taka hann stax heim og það var haft samband við B.U.G.L þar sem lögreglunni fannst ástæða til að leggja drenginn inn "þeim fannst mjög augljóst að þetta væri fárveikur drengur" En NEI ekki að ræða það að hann kæmi þangað inn. Lögreglan hafði samband við stuðla en þar var allt fullt. Það var haft samband við barnaverndarnefnd eins og alltaf í svona málum. ÉG sagði að ég treysti mér ekki til að taka hann heim svona brjálaðann. Barnavernd hringdi og sagði að ég yrði að ná í strákinn, það mætti ekki loka hann inn í fangaklefa. Við heimilisfólkið vorum algjörlega í rúst og treystum okkur ekki til að fá hann heim í þessu ástandi og ég sagði að hún yrði að finna einhverja lausn. Hún sagðist ætla að hafa samband við vakthafandi lækni á B.U.G.L og hafa svo samband. Og hvað, þetta er eins og mafía og lítur út fyrir að vera samantekin ráð, hann sagði að hann mætti ekki taka hann inn.... Einmitt...!! Ég sagði að hún yrði að finna eitthvað, því við yrðum að fá að jafna okkur.
Hún hafði svo samband og fann neyðarvistun sem barnavernd er með, sem er bara venjulegt heimili með hjónum sem vinna við þetta og karlmaðurinn bæði fyrrverandi lögreglumaður og starfsmaður á stuðlum. Hún sagði svo við mig að barnaverndarfulltrúinn sem sæi um okkar mál hefði svo samband við mig strax morguninn eftir.
Það var hringt eftir hádegi og mér sagt að ég þyrfti að sækja strákinn, ég var ennþá í rúst, svefnlaus og grátandi, bæði af áhyggjum, hræðslu og samviskubiti. Ég sagðist geta sótt hann ef að ég fengi aðstoð inn á heimilið frá hádegi til kl.22. Nei það er ekki hægt sagði hún. Ok þá get ég ekki tekið hann heim. Hún æsti sig og sagði að ég yrði að vera samstarfsfús og ég brjálaðist og spurði hvort ég væri ekki búin að vera það..... Jú sagði hún, en ekki núna...! Ég meina halló, barnaverndarstofa var að finna úrræði fyrir strákinn og á meðan átti barnavernd að hjálpa og þjónusta okkur. Þarna voru komnar rúmar 12.vikur í veikindum og rúmar 8.vikur í úrræðaleysi og ástandið á heimilinu fór bara versnandi. Og hún dirfðist til að segja að ég yrði að vera samstarfsfús..!!!! Ég sagði að annaðhvort fengi ég þessa hjálp eða ég tæki hann ekki heim. Hún ætlaði að athuga hvort hann gæti verið annan sólarhring. Daginn eftir hringdi hún eins og rispuð plata og endurtók rullu gærdagsins og ég var bara líka eins og rispuð plata og sagði það sama. Og þá sagði hún ok ég skal hafa samband við vinun og samþykkja aðstoðina. Ég þakkaði bara fyrir.
Mér finnst ekki í lagi að ég hafi þurft að neita að taka strákinn heim af því að þetta snýst allt um peninga. Hvað kostar það ríkið ef hann fer í fíkniefni og innbrot? Svo færi hann kannski í meðferð og svo þyrfti hann kannski að sitja af sér dóm og færi í fangelsi. Eftir það liði honum kannski illa og þyrfti að leggjast inn á geðdeild, kannski myndi hann leiðast aftur í fíkniefni og svo færi hann í meiri innbrot og yrði kannski handrukkari og mundi koma fleiri manns á spítala. Við fjölskyldan yrðum kannski kvíðasjúklingar og þyrftum að vera á lyfjum og kannski vera hjá geðlæknum eða leggjast inn á geðdeild. Systir hans er bara 11.ára og gæti verið næstu tugi ára að jafna sig, því það er ekkert verra en að horfa á og upplifa andlegt og líkamlegt ofbeldi, fyrir alla, hvað þá ómótuð börn. Hve há yrði talan þá..?? En það er auðvitað ekkert vera að spá í að byrgja brunninn og vinna smá forvarnir. Nei það er stanslaust verið að spara og vonast eftir að kannski lendir hann ekki í neinu af þessu og verður ok, eða kannski á honum eftir að líða ver og endar kannski líf sitt..... Já þá sparast aldeilis peningarnir..!!
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- MODY Önnur tegund sykursýki
- Dropinn Styrktarfélag barna með sykursýki
- Barnageð Félag foreldra og áhugafólks um geðraskanir barna og unglinga
- Umsjónarfélag einhverfra
- Tourette samtökin á íslandi
- Greiningarstöð ríkisins
- Vinun Fyrirtæki sem hjálpar:)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jesús !
það er svakalegt að lesa þetta.
Ég kem og les allt. Minn var ekki svona agalegur þó
Ragnheiður , 2.2.2011 kl. 21:16
Takk fyrir að lesa. Mér finnst mjög erfitt að skrifa um þessa baráttu. Það sem mér finnst erfiðast við þetta er sennilega það að ég elska þennan dreng alveg endalaust og það er ekkert verið að reyna að laga hans vanlíðan. Erfitt að horfa uppá það.
ps. ég samhryggist vegna stráksins þíns. Ég vona að ég þurfi aldrei að upplifa það sem þú þurftir að upplifa.
móðir, 3.2.2011 kl. 00:28
Já móðurástin er alltaf takmarkalaus. Þessir elsku strákar.
Mér finnst þú rosalega dugleg að skrifa niður. Það er heilun í því. Það fann ég þegar Himmi minn dó.
Takk mín kæra og ég vona að þú fáir að hafa þinn strák.
Ragnheiður , 4.2.2011 kl. 00:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.