Fundurinn..... korter í jól

Fundardagurinn kom og ég var nánast með símann í fanginu, bjóst alveg við því að fundurinn yrði afboðaður.. Nú voru örfáir dagar til jóla og að verða 11.vikur frá því að strákurinn veiktist.

Ég fór á fundinn með einhverfuráðgjafann með mér, já honum var ekki frestað:) og núna voru Barnaverndarstofa og Barnavernd búin að hafa 6.vikur til að spá í úrræði. Ég bjóst ekki við því að það væri búið að finna úrræði og hann að fara. EN kannski var búið að finna eitthvað sem gæti gengið strax á nýja árinu. Hjónin í sveitinni voru líka mætt.

Ok, þetta var fundur til að skoða stöðuna og hvað drengurinn þyrfti til að úrræði finndist og gæti gengið.. Hmmm,alveg og síðasti fundur, fyrir nokkrum vikum síðan... Kannski hljóma ég mjög óþolinmóð og ég viðurkenni það alveg að ég var orðin mjög óþolinmóð. Að sjálfsögðu vil ég að allt sé gert vel og vandlega, svo að drengurinn geti fengið úrræði við hæfi, en heima hjá mér var allt í upplausn og við sprengjumörk. Bóndinn og kona hans vildu fá svör um hvað væri búið að gera fyrir strákinn og það fór nánast allt í upplausn, af því að talið barst að B.U.G.L og hvað síðasta innlögn hefði farið illa. Eina geðdeildin á íslandi fyrir börn gat ekki hjálpað stráknum, því hann var OF veikur. Ég veit ekki hvaða tengsl eru á milli barnaverndarstofu og B.U.G.L, allavega fór allt í vörn.

Af hverju var alltaf verið að funda um það sem hann þyrfti, var ekkert búið að reyna að leita að úrræði, jú, það var búið að vera að skoða og jafnvel var búið að finna eitthvað, og það var ekkert hægt að tala um hvað, svo að ég yrði ekki fyrir vonbrygðum, ef það gengi svo ekki... Ok, ég gat alveg tekið tillit til þess.

Ástæðan fyrir því að þetta voru alltaf bara könnunarfundir var að barnaverndarstofu fannst við gefa svo tvöföld skilaboð... Hmmmm hvað meina þeir.... Jú þegar við vorum að lýsa stránum þá byrjuðum við kannski á því að segja: Það verður að passa upp á að hann meiði ekki aðra, því það þarf oft svo lítið til að hann verði brjálaður, EN hann er voða góður og með gott hjartalag:) eða hann á það til að ógna og segja ljóta hluti, EN hann er líka voða blíður.....

Við vorum beðin að lýsa stráknum án þess að koma með tvöföld skilaboð, við værum ekkert að tala illa um hann þó við segðum allt það versta, það væri best fyrir hann og meiri líkur að úræðið sem finndist gæti gengið ef allt væri á hreinu. Já ok ég gat alveg skilið hvað var verið að meina. Ég fór að hugsa og ég sá að alltaf þegar ég þurfti að segja eitthvað sem mér fannst neikvætt, þá bætti ég alltaf einhverju jákvæðu aftanvið. Það er hægt að líkja mér við konu sem býr í ofbeldissambandi, já hann lemur mig, EN hann er voða blíður á milli barsmíðanna........ Nema kannski að því leiti að það er ekki hægt að skilja við börnin sín.

Niðurstaða fundarins..... Enn einn könnunarfundur búinn og við vonandi búin að gefa réttari mynd af stráknum. Nýr fundur.....Óákveðið....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

móðir
móðir
Móðir í erfiðleikum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband