Er ég sofandi með martröð...?

Ég var orðin svo reið að ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera og heilinn algjörlega á yfirsnúning. Þegar ég vaknaði á föstudeginum hringdi ég og bað um að fá að tala við einn ákveðinn félagsráðgjafa, hún var á fundi til 12. Ég bað fyrir skilaboð. Ég hringdi kl.12:30 og nei, hún var farin í mat, kl.14 var ekki búið að hringja til baka, þá ákvað ég að fara niðrá barnavernd og reyna að ná tali á henni.

Ég fór og bað um að fá að tala við félagsráðgjafann, það var hringt og hún svaraði ekki. Ég sagðist ætla að bíða eftir að ná í hana. Konan á skiptiborðinu ákvað að fara upp og athuga með hana. Hún kom niður og sagði þessi félagsfræðingur væri ekki í dag, hún væri í fríi " Þetta var konan sem var á fundi frá 9-12 og fór svo í mat" Ég held að ég hafi litið út eins og blaðra við það að springa. Konan sagði að ég gæti farið upp, það væri önnur sem gæti talað við mig. Ég fór upp konan sem ætlaði að tala við mig,hélt að ég væri einhver önnur. Hún gat ekki talað við mig. Ég stóð sem fastast í hurðinni. Ég held að ég hafi verið reið á svip, því að konan fór að stama og rauk svo inn til félagsráðgjafans sem sér um mín mál "sú sem var búin að segja mér að hún yrði ekki við fyrr en eftir helgi" Ég heyrði að hún var inni og hún vildi ekki koma fram. Ég kallaði á hana og sagðist ekki fara fyrr en hún talaði við mig. Hún kom fram hálf stamandi með umbúðir á helv. puttanum.

Ég sagði við hana að ég sætti mig ekki við að vera búin að finna þjónustu en þurfa að bíða með hann eins og tifandi tímasprengju heima, innilokaðan af því að það var ekki hægt að treysta honum til að fara einum út vegna brjálaðiskasta. Ég sagði henni að ég tæki ekki sénsinn að hleypa honum út og láta hann kannski berja einhvern. Ég sætti mig ekki við að þurfa að biða eftir einhverjum fundi, þar sem það var búið að ræða það á fundi að við ættum að fá hjálp þegar hún finndist. Hún sagði þá að þetta væri örugglega einhver misskilningur, hún þyrfti bara að ræða þetta við sinn yfirmann og hún ætlaði bara að hringja í hana og hún vissi að þetta yrði ekki neitt vandamál, þetta fengist strax í gegn. "af hverju var þetta þá búið að taka svona langan tíma" Hún lofaði mér að hringja hana strax og hringja svo í Vinun og þjónustan gæti byrjað strax þennan dag. Hananú, þarf að vera brjálaður og æsa sig, til að fá það sem við eigum rétt á...?

Ég var boðuð á fund næsta mánudag með barnaverndarstofu og barnavernd, hjónin í sveitinni voru boðuð líka. Ég bað einhverfuráðgjafa Vinunar að koma með og við hittumst, svo að ég gæti komið henni aðeins inní málið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

móðir
móðir
Móðir í erfiðleikum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband