Laugardagur, 29. janúar 2011
Liðveisla..............
Ástandið á heimilinu var alveg skelfilegt. Strákurinn stöðugt að missa stjórn á sér og allir voru að verða taugaveiklaðir og hræddir. Strákurinn var stöðugt í brjálaðiskasti og ógnaði okkur og braut allt og bramlaði. B.U.G.L réð ekki við hann og Stuðlum gekk betur þar sem þar voru stórir og sterkir karlmenn. Ég er hvorki stór né sterk...!!!!
Ég hringdi stöðugt og spurði um liðveislu, okkur vantaði smá pásu frá stráknum til að anda rólega. Stelpan stöðugt með áhyggjur og neitaði að vera heima. Þegar ég sagði það við barnavernd, þá var mér svarað að það væru alveg til heimili fyrir hana...
Barnavernd fann einn sem gæti tekið strákinn í liðveislu. Þvílíkur léttir. Hann byrjaði og þá kom í ljós að hann hafði bara voða lítinn tíma. Tók strákinn 3x í samtals 4 klst. Einmitt, þetta var ekki nóg. Aftur hafði ég samband og það var alltaf sömu svörin, það var bara enginn sem treysti sér í strákinn.
Ég fór að reyna að finna einhvern sjálf og hringdi út um allt. Ég hafði samband við einhverfuráðgjafa sem greindi strákinn og hún fór að athuga fyrir mig hvort það væri ekki til einhver hjálp. Hún hringdi svo í mig og sagði að það væri til fyrirtæki sem sérhæfði sig í svona málum. Frábært...!!
Ég hafði samband við fyrirtækið og jú þetta var alveg rétt. Fyrirtætið sér um að redda því sem vantar, hvort sem það er hjálp inná heimili eða eitthvað annað. Fyrirtækið heitir Vinun :)
Fyrirtækið sagðist geta hjálpað en það þyrfti bara að fá staðfestingu frá barnavernd um að það samþykkti þessa þjónustu og þau gætu hjálpað strax á morgun...!! Ok ég var bara voða ánægð og hafði samband við félagsráðgjafann sem sá um okkar mál til að segja henni frá fyrirtækinu sem ÉG fann. Og hún sagði að hún gæti ekki haft samband strax, þar sem það væri bara 15.mín eftir af hennar vinnutíma og hún gæti ekki heldur talað við fyrirtækið næstu 2.daga, þar sem hún væri að fara í smá aðgerð. Var ekki einhver annar sem gæti séð um þetta..... NEI...!! Ég var svo reið að ég var við það að springa. ÉG var búin að finna hjálpina sem þau áttu að sjá um og þegar ég sagði frá því þá var það ekki hægt strax..
Um kvöldið ég alveg við suðupunkt, skrifaði ég bréf um það að ég væri búin að finna hjálp en gæti ekki nýtt mér, þar sem barnav.konan gat ekki hringt á korteri og gæti ekki beðið neinn annan starfsmann að sjá um þetta og ég þyrfti að bíða, þar sem hún væri að fara í smá aðgerð. "Ég var búin að bíða í 6.vikur eftir aðstoð og fannst að ég ætti að geta fengið hjálp strax, afþví að ég var búin að finna aðstoðina." Ég sendi bréfið á 3 starfsmenn barnaverndar, 3 yfirmenn á barnaverndarstofu, 2 einhverfuráðgjafa, og prestinn góða.
Og viti menn....... Barnav.fulltrúinn hringdi í mig morgunin eftir og sagðist vera búin að hafa samband við Vinun og ég gæti nýtt mér þjónustuna strax. Einmitt maður þarf að vera alveg fjúkandi reiður og senda bréf til að það sé hlustað og tekið mark á manni. Það er greinilega ekki sama hvort þú ert Jón eða Séra Jón...!!
En............. þetta var ekki alveg svona einfalt..!!
Starfsfólk Vinunar kom til okkar dagin eftir og sagði okkur að þau ættu að meta stöðuna og ættu svo að skila inn skýrslu sem ætti svo að fara fyrir fund. Einmitt, þetta var á fimmtudegi og barnav.fulltrúinn ekki við fyrr en eftir helgina. Þannig að við þyrftum allavega að bíða fram á miðvikudag af því að fundurinn yrði á þriðjudegi..!! Ég var alveg að missa vitið af reiði..
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- MODY Önnur tegund sykursýki
- Dropinn Styrktarfélag barna með sykursýki
- Barnageð Félag foreldra og áhugafólks um geðraskanir barna og unglinga
- Umsjónarfélag einhverfra
- Tourette samtökin á íslandi
- Greiningarstöð ríkisins
- Vinun Fyrirtæki sem hjálpar:)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.