10.dagurinn kom

Fundardagurinn kom. Ég sat útí bíl fyrir fundinn og sá labba inn mann frá barnaverndarstofu, annan frá stuðlum og starfsfólk frá B.U.G.L. Greinilega mannamargur fundur og ég hugsaði að það væri bara gott, kannski væri þá eitthvað að gerast.

Þegar ég labbaði inn kom barnav.fulltrúinn sem sá um okkar mál, alveg þvílíkt sressuð og sagði að hún hefði bara gleymt að afboða mig, úbbosí... það var búið að fresta fundinum. Hmmm, ég var búin að sjá allt þetta fólk labba inn og ég gat ekki hugsað mér að fara bara og láta afboða mig í annað sinn og hvað þá á sömu mínútu og fundurinn átti að byrja. Ég sagði að ég vissi að það væri fundur og ég vildi bara fá að vera með. Hún sagðist þurfa að athuga hvort það væri í lagi. Ég beið. Ég var líka búin að fá góðan prest mér til halds og traust, sem þekkir til okkar, og presturinn kom inn á meðan ég var að bíða. Þegar barnav.konan kom aftur fram sá hún prestinn og ég sagði henni að ég hefði beðið prestinn að koma með mér og varð hún ferlega vandræðaleg og vissi ekkert hvernig hún átti að vera. Það var bara eiginlega fyndið. Það er nefnilega þannig að ef þú þarft að fara á mikilvægann fund og vilt að það verði hlustað á þig, þá þarft þú að taka með þér einhvern sem er eitthvað þekktur til að það sé hlustað almennilega á þig.... Og inn á fundinn fórum við:)

Það kom í ljós að þessi fundur átti að fjalla um strákinn og hvaða þarfir hann hafði og hvað úrræðið þyrfti að hafa svo það geti gengið. Væri það annað sveitaheimili eða eins manns stofnun.... Ég fékk að segja hvað ég héldi að mundi ganga fyrir strákinn og það var hlustað. Starfmaður af B.U.G.L fór að spyrja mig hvernig liðveislan gengi.... Hvaða liðveisla, við vorum ekkert búin að fá neina aðstoð, hvorki heimilið, né strákurinn. Algjörlega óásættanlegt. En barnavernd var bara ekki búin að finna neinn sem treysti sér í þetta. Mér var sagt að það væri búið að reyna og reyna, en vonandi gengi það fljótlega.

Á meðan við vorum að bíða var strákurinn eins og tifandi tímasprengja heima og var búinn að skemma íbúðina fyrir fleiri hundruð þúsund. En þeim var bara alveg sama....!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðann daginn. Ég datt inn á síðuna þína af tilviljun og skoða hana alltaf af og til. Frásögn þín er afar athyglisverð og baráttan við kerfið. Mér er málið skylt að því leyti að sem barn og unglingur átti sonur minn í erfiðleikum. Hann var aldrei greindur en ég tel að hann hafi verið ofvirkur og með athyglisbrest. Ég get ekki gleymt ýmsum viðbrögðum hjá sérfræðingunum og hve lítið var tekið mark á mér, ef faðir hans kom með mér var alltaf tekið meira mark á honum. Í dag gengur honum hins vegar mjög vel í lífinu. Kær kveðja, Inga

ingibjörg kr. einarsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 11:21

2 Smámynd: móðir

Takk fyrir að skrifa. Mér finnst gott að vita að það sé verið að lesa það sem ég er að reyna að koma frá mér. Þessi barátta er erfið og mjög vont að það sé ekki tekið almennilega mark á því hvernig ástandið sé. Það er sagt að það sé enginn sem þekki barnið betur en móðirin, en samt er betur tekið mark á karlmanni eða presti.....

móðir, 29.1.2011 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

móðir
móðir
Móðir í erfiðleikum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband