Hvað nú?

Það var alveg ljóst, að út af B.U.G.L átti hann að fara hvort sem honum liði betur eða ekki. En að beita hann þvingunum fannst mér ekki rétt. Ég hafði að sjálfsögðu miklar áhyggjur af honum og beið og vonaði að hann mundi hringja í mig. Tíminn leið og um kvöldið var bankað og hann var kominn.

Sveitin gat ekki tekið hann aftur og hann búinn að mála sig útí horn allstaðar.

Það var haldinn fundur með barnaverndarnefnd, B.U.G.L, Barnaverndarstofu og mér. Þar var talað um að það væri mjög aðkallandi að finna úrræði sem allra fyrst en jafnframt þyrfti að vanda sig, svo að það úrræði gæfist ekki upp. Það þyrfti að vera í sveit og það þyrfti að setja inn stuðning fyrir tilvonandi fóstufjölskyldu" ef hún finndist" skólann, "ef einhver tæki á móti honum. Mjög uppörvandi.... Það klikkaði nefnilega með sveitina, þau voru með strákinn í styrktu fóstri en það "gleymdist" bara að setja styrkinguna með....!!!! Það kom líka fram frá B.U.G.L á fundinum að strákurinn væri mjög erfiður greiningarlega séð og að hann hefði litla sem enga stjórn á skapinu. Og að það væri mjög nauðsynlegt að við heima fengjum stuðning og strákurinn liðsmann. B.U.G.L réð ekki við hann, Stuðlar réðu betur við hann,það var meðal annars vegna sterkra karlmanna. Og þar að leiðandi ekki fræðilegur möguleiki að ég réði við hann....!!!! Ok, við áttum að fá stuðning á meðan þetta ferli stæði yfir. Það þurfti bara að finna fólk sem gæti tekið það að sér. Næsti fundur eftir viku.

3.tímum fyrir "næsta" fund var hringt og honum frestað í 10.daga... Arrrgggg. Ég hélt að ég mundi missa vitið, ég var svo reið. Ég bjóst ekki við því að það væri búið að finna neitt................ En ég vildi samt fá að fylgjast með og finna að það væri verið að gera allt sem hægt var.

Það var mjög erfitt að hafa strákinn heima, þar sem hann var stöðugt að fá brjálæðisköst, og var mjög erfiður í allri hegðun. Systir hans hefur lengi verið smeik við hann en nú var hún orðin mjög hrædd við hann. Hann gekk um alveg stjórnlaus og kallaði okkur öllum þeim ljótustu nöfnum sem hann kunni og braut allt og bramlaði. Stelpan fór að flýja heimilið.

Og við biðum eftir að 10.dagar liðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

móðir
móðir
Móðir í erfiðleikum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband