Sveitin

Nú voru erfiðleikar. Sérdeildin í okkar heimaskóla búin að reka drenginn og aðrir skólar ekki skyldugir til að taka við honum og ég gjörsamlega búin með orkuna mína. Hann hafði farið í sveit í sumardvöl og verið hjá sömu fjölskylu í stuðning og hjálpin kom eins og þruma úr heiðskýru lofti. Hjónin buðust til að prufa að taka hann og setja hann í skóla hjá sér og það fór allt á fullt við að undirbúa það. Strákurinn var kvíðinn en samt fannst honum smá spennandi að fara í skólann í sveitinni, þar sem honum var ekki búið að líða vel í sérdeildinni.

Og skólinn byrjaði og auðvitað var hann ekkert auðveldur ”það bjóst svo sem enginn við því” en hann var þokkalegur og það var betra en nokkur þorði að vona. Það kom að jólum og hann varð svolítið erfiðari þar sem þessi tími hefur alltaf farið mjög illa í hann. Það var komið að foreldraviðtölum og ég var alveg rosalega kvíðin, þar sem ég var undir það búin að það yrði bara kvartað og honum hallmælt eins og í fyrri viðtölum. En nei... ég fékk í fyrsta skiptið að heyra eitthvað fallegt um strákinn frá skólastjórnendum og ég fór bara að gráta. Í þessu viðtali var meðal annars sagt að þetta væri bara verkefni að fá drenginn til samstarfs en ekki vandamál. Húrra. Ég hef oft hugsað til baka og það var mér mjög dýrmætt að heyra þetta.

Fljótlega eftir áramót fór þó að bera á meiri veikindum hjá honum og var hann lagður inn á B.U.G.L um vorið. Hann var farin að mynda óþol gegn lyfjunum og þurfti að skipta og það er ekki auðvelt mál, en á 6.vikum varð hann betri og fór hann og kláraði veturinn í skólanum. Það var ákveðið að hann færi annan vetur og gekk það bara sæmilega fram á vor, þegar hann veiktist, þó ekki andlega að þessu sinni. Heldur var hann óvenju slappur og svaf meira, sem var mjög ólíkt honum, þannig að hann fór í rannsókn og greindist hann þá með sykursýki. Ónei ég var ekki alveg að höndla meiri sjúkdómsgreiningu. En auðvitað var bara hellt sér í þetta mál og fengin kennsla hjá næringarfræðing.

Svo var komin spurning..... hvað á að gera næsta vetur?? Ég flutti í annað hverfi og og auðvitað var voðalega freistandi að koma honum inn í þann skóla.....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

móðir
móðir
Móðir í erfiðleikum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband