Sunnudagur, 16. janúar 2011
Svo byrjaði skólinn....
Vorið áður en skólinn byrjaði pantaði ég mér tíma hjá skólastjóranum til að undirbúa næsta vetur. Ég fór með pappírana með mér og það var ákveðið að hann fengi stuðning inní bekk. Og það var allt planað fyrirfram. Ég var mjög ánægð að hafa náð að undirbúa skólann og fannst það gróði fyrir mig og strákinn.
Og svo byrjaði skólinn og hann var mjög spenntur, svo spenntur að hann var ekkert nema endalausir kækir, ræfillinn. Fyrstu vikurnar voru ágætar en svo fór strákurinn að verða kvíðinn og fór að hræðast hluti sem hann hafði aldrei verið smeykur við. Hann fór að sofa minna og varð ennþá kvíðnari, fékk ofsakvíða og borðaði hvorki né svaf. Ég gat t.d ekki farið á klósettið eða í bað nema hann kæmi með, af því að hann var svo hræddur.
Þá var hann lagður inná Barna og unglingadeild landspítalans B.U.G.L Í þá daga var barnadeildin innlagnardeild og foreldrar gistu með börnunum. Hann var þar í 6.vikur og þurfti að fara á kvíðalyf sem höfðu þær aukaverkanir að hann varð miklu ofvirkari og hvatvísari. Ekki gott en af tvennu illu var það skárra fyrir hann. Kvíðinn minkaði og við fórum heim. Við bögluðumst í gegnum skólann með herkjum.
Ég ákvað að fara með hann erlendis í heimsókn til foreldra minna sem bjuggu þar og ákvaðu við að mamma mundi sjá um heimakennslu og við vorum þar fram að jólum, það gekk EKKI vel. Hann fór í sérdeild eftir áramót. Hann var á þessum tíma með mjög erfiða hegðun og mjög erfitt að fá hann til samstarfs. Hann byrjaði að fá brjálæðisköst og það eina sem ég gat gert var að leggjast ofaná hann til að hann færi sér ekki að voða. Hann barði krakkana í skólanum og fór að pissa hvar sem hann stóð og ef hann þurfti að kúka, þá bara girti hann niður um sig og það skipti engu máli hvar hann var staddur.
Það kom að innlögn númer 2. á B.U.G.L Hann var settur í fleiri greiningar og þá kom í ljós að honum hafði farið aftur í þroska og var hann mjög misþroska. Hann orðin 7ára og var með þroska á við 4ra. Við vorum inniliggjandi í 5.vikur. Hann fór aftur í skólann og það gekk ekkert betur og var hann rekinn úr sérdeildinni 7ára gamall.... Þá var ákveðið að hann færi í lengri innlögn, sem var á Kleifarvegi og var hann þar í 5.mánuði. Það átti að finna útúr því af hverju hann var með þessa hegðun og finna ráð til að stoppa þessa hegðun, en það skilaði engu. Það vissi bara enginn hvað væri hægt að gera. Þetta var mjög erfiður tími og skilaði engu.
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- MODY Önnur tegund sykursýki
- Dropinn Styrktarfélag barna með sykursýki
- Barnageð Félag foreldra og áhugafólks um geðraskanir barna og unglinga
- Umsjónarfélag einhverfra
- Tourette samtökin á íslandi
- Greiningarstöð ríkisins
- Vinun Fyrirtæki sem hjálpar:)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.