4ra til 6 ára

Leikskólinn var ekki auðveldur, hann þoldi lítið áreiti og þoldi t.d ekki ef einhver var of nálægt eða einhver rakst utaní hann, það var ákveðið að hann þyrfti stuðning. Hann fékk  mjög góða konu í stuðning og var hann látin klæða sig á undan hinum til að koma í veg fyrir að eitthvert barnanna rækist í hann og hann var mikið tekin úr hópnum, sem hentaði honum mjög vel.

Sumt er mér mjög ofarlega í minni, eitt var þegar íþróttaálfurinn varð til og hann fékk það sem var kallað þá, æði fyrir honum. Hann var allann sinn vökutíma standandi og labbandi á höndum, hvort sem hann var í matartíma í leikskólanum eða með mér í búðinni. Eða þegar hann fékk "æði" fyrir að búa til skutlur, bjó hann til skutlur endalaust og ef að blöðin kláruðust ,sem var stundum (því hann var svo öflugur) þá reif hann bækur til að geta haldið áfram og þegar blaðsíðurnar voru búnar, þá reyndi hann við bókakápurnar, svoldið erfitt sérstaklega Disney bókakápurnar:)

Þetta svokallaða "æði" fyrir hlutum var svo greint í þráhyggju og árátturöskun....

Þegar hann var rétt rúmlega 4ra ára, þá fór ég að taka eftir að hann fór að herma eftir fólki, ef t.d einhver saug uppí nefið.... Þau saug hann svo mikið og harkalega uppí nefið að hann var með stanslausar blóðnasir. Svo var með mikið augnblikk og yppti stöðugt öxlum. Það var ákveðið að senda okkur til læknis sem er sérhæfður í heila og taugasjúkdómum barna. Við fórum og það var víst mjög auðvelt fyrir hann að sjá það að strákurinn væri með Tourette og ég hugsði, hvað næst.... Nú hlýtur þetta að vera orðið gott...

En nei ekki alveg....rúmlega 5.ára bættist við mótþróarþrjóskuröskun.... já svoldið langt orð... ég var örugglega ár að muna þetta orð.

Þessi tími var mjög erfiður og þó að ég vissi margt áður en greiningarnar komu, þá var það alltaf jafn mikið áfall, að það væri til orð yfir alla hans hegðun.

Þetta ár eignaðist ég stelpu sem hann dýrkaði og dáði og það mátti ekki heyrast í henni, þá var hann stokkin til og kallaði að ég þyrfti að fara til hennar. Engin afbrýðisemi og hann var bara góður við hana.

Auðvitað er þetta bara smá ogggggulítið brot. Annars gæti ég örugglega skrifað bók í mörgum bindum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

móðir
móðir
Móðir í erfiðleikum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband